Strákurinn hljóp fram að glugga. Þegar hann lagði hendurnar á gluggann voru þær eins og límdar við glerið. Rakinn frá andardrættinum skyggði glerið. Með bros á vör horfði hann upp í dökkbláan himininn.
Það er komið sumar, sagði hann glaður, sleppti höndunum af glerinu og fór í áttina að hurðinni sem vissi út í garð. Hann var berfættur, klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Hann sá fyrir sér að mjúka græna grasið ætlaði að kitla litlu tásurnar hans og að golan ætlaði að strjúka húðina, hlýlega og góðlega (eða: hlýtt og blítt) eins og hún er gerir alltaf á sumrin.
Þegar hann var búinn að hlaupa tíu skref varð hann fyrir vonbrigðum.
Garðurinn var alls ekki grænn. Og blómin voru ekki græn, gul, rauð og fjólublá eins og hann mundi eftir.
Nei, garðurinn var grár og brúnn. Grasið var alls ekki mjúkt heldur kalt og frosið. Hann sneri höfðinu til vinstri og til hægri. Sólin var búin að plata hann. Það var alls ekki komið sumar, ekki einu sinnu vor.
Það var enn vetur og kalt.
Hann settist niður á frosna jörðina, mjög miður sín. Hann grét út af grasinu sem var hart, frosið og brúnt. Hann grét út af blómunum sem ekki voru litrík og hann grét út af golunni sem alls ekki strauk honum hlýtt.
Þegar hann sat þar og grét í hljóði fann hann svo eitthvað mjúkt og hlýtt að faðma hann að sér. Elsku krúttið mitt – af hverju situr þú hér?
Hann faðmaði mömmu sína á móti og sagði milli táranna: Mamma, elsku bestu mamma mín.
Um leið gleymdi hann að hann væri vonsvikinn.